Haugfé

Falin verðmæti

 Um okkur 

Markmiðið með Haugfé er að stuðla að vitundarvakningu um þau verðmæti sem liggja í hráefnum sem falla til hjá framleiðslu-fyrirtækjum á Íslandi og staðbundinni nýtingu þeirra. Haugfé heldur vinnusmiðjur og fyrirlestra, hefur verið tengiliður milli fyrirtækja og verkefna þar sem fráfallsefni eru notuð og komið að stofnun efnismiðlunar hjá Sorpu þar sem seld eru byggingarefni sem annars hefði verið hent. Birta Rós Brynjólfsdóttir, Auður Ákadóttir og Hrefna Sigurðardóttir byrjuðu saman að vinna með hugmyndina um að gera fráfallsefni framleiðslufyrirtækja á Íslandi aðgengileg og sýna fram á verðmætin sem lægju í þeim þegar að þær voru við nám í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands árið 2014. Verkefnið hefur síðan þróast og Birta og Hrefna haldið samtalinu og vitundar-vakningunni áfram í gegnum smiðjur, hönnun, fyrirlestra og ráðgjöf.

 
 

Myndir af viðburðum

Vinnusmiðjur
Fyrirlestrar
Ráðgjöf
Hönnun
 
 

Hafðu samband!

Reykjavík, Ísland

s. 848-5820 / 694-2113 

haugfe@studiofletta.is